top of page
fatima-logo-lit-tagline2.png

Persneska/Dari

Pashto

Kúrdískt

Úrdú

Arabíska

Kínverska

Pólska

Home

ÞJÓNUSTA

Túlkaþjónusta
Þýðingarþjónusta

Við bjóðum upp á túlkaþjónustu, bæði í gegnum síma og á staðnum. Við búum yfir reynslu af því að túlka fyrir viðskiptavini sem nýta sér félags- og heilbrigðisþjónustu. Einnig bjóðum við upp á túlkaþjónustu á ráðstefnum og málstofum.
Túlkarnir okkar fylgja allir siðferðisreglum Bandalags þýðenda og túlka.

Við bjóðum upp á þýðingu á löggildum skjölum á borð við ökuskírteini og skilríki, fæðingarvottorð og önnur opinber skjöl. Við bjóðum upp á þýðingar, ritun og ritstýringu fræðsluefnis, til dæmis vefsíðna, bæklinga, fréttatilkynninga og fræðigreina.

Fyrirlestrar

Við bjóðum upp á fyrirlestra um ýmis menningarleg og félagsleg viðfangsefni. Þar á meðal hafa eftirfarandi fyrirlestrar verið fluttir: 

  • Konur og kynferði í Íslam

  • Yfirlit um sögu, menningu og tungumál Afganistan

  • Innflytjendur og vinnumarkaðurinn á Íslandi

services
About

UM OKKUR

Fyrirtækið okkar byrjaði sem sameiginlegt verkefni túlka og þýðenda sem búa og starfa á Íslandi. Við höfum ólíkan bakgrunn og reynslu af því að búa í ólíkum löndum. Sú reynsla sem við búum yfir gerir okkur kleift að bjóða uppá túlka- og þýðendaþjónustu sem og fyrirlestra og málstofur um fjölmenningu.

Erna Huld Ibrahimsdóttir hefur starfað sem þýðandi og túlkur síðan 2008. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 2010. Hún talar farsi/dari og nokkrar aðrar mállýskur af dari auk ensku og íslensku. Hún hefur þýtt birtar rannsóknir og gögn í Afganistan, og hefur starfað sem túlkur á ráðstefnum víðsvegar um heiminn. Seinustu ár hefur hún starfað fyrir Rauða krosinn, Jafnréttishús og Asetur sem túlkur og þýðandi á Íslandi. Í Afganistan vann hún fyrir Sameinuðu þjóðirnar í UNDP sem verkefnastjóri mastersnáms í kynjafræði. Hún er með BA-gráðu í lögfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Kabúl og hefur lagt stund á kynjafræði við Háskóla Íslands. Í gegnum nám hennar og reynslu af því að vera innflytjandi í Íran, Afganistan og Pakistan hefur hún öðlast góðan skilning á félagslegum og menningarlegum aðstæðum í þessum löndum.

HAFÐU SAMBAND

Hafðu samband við okkur 

Takk fyrir að hafa samband!

+354 774 6727

Contact
bottom of page