top of page
fatima-logo-lit-tagline2.png

Persneska (farsi, dari, tajiki og aðrar mállýskur eins og hazaragi)

Pashto

Kúrdiska (sorani, gorani, kalhor)

Úrdú

Arabíska (mismunandi mállýskur)

Pólska

Spænska

Sómalska

Úkrainska

Rússneska

Tyrkneska

Tælenska

Franska

Kínverska (Mandarin)

Home

ÞJÓNUSTA

Túlkaþjónusta
Þýðingarþjónusta

Við bjóðum upp á túlkaþjónustu, bæði í gegnum síma og á staðnum. Við búum yfir reynslu af því að túlka fyrir viðskiptavini sem nýta sér félags- og heilbrigðisþjónustu. Einnig bjóðum við upp á túlkaþjónustu á ráðstefnum og málstofum.
Túlkarnir okkar fylgja allir siðferðisreglum Bandalags þýðenda og túlka.

Við bjóðum upp á þýðingu á löggildum skjölum á borð við ökuskírteini og skilríki, fæðingarvottorð og önnur opinber skjöl. Við bjóðum upp á þýðingar, ritun og ritstýringu fræðsluefnis, til dæmis vefsíðna, bæklinga, fréttatilkynninga og fræðigreina.

Fyrirlestrar

Við bjóðum upp á fyrirlestra um ýmis menningarleg og félagsleg viðfangsefni. Þar á meðal hafa eftirfarandi fyrirlestrar verið fluttir: 

  • Konur og kynferði í Íslam

  • Yfirlit um sögu, menningu og tungumál Afganistan

  • Innflytjendur og vinnumarkaðurinn á Íslandi

services
About

UM OKKUR

Fyrirtækið okkar var stofnað 2019 og byrjaði sem sameiginlegt verkefni túlka og þýðenda sem búa og starfa á Íslandi. Við höfum ólíkan bakgrunn og uppruna og sú reynsla sem við búum yfir gerir okkur kleift að bjóða uppá vandaða túlka- og þýðendaþjónustu. Einnig höfum við boðið upp á fyrirlestra og málstofur um fjölmenningu með áherslu á mið-austurlönd.

Fatima túlkaþjónusta var samþykkt í útboði ríkiskaupa í rammasamningi á túlka- og þýðingaþjónustu árið 2023..

 

Túlkar okkar eru mjög vel að sér í starfsemi og starfsháttum heilbrigðis- og félagsmálakerfa.

Við höfum víðtæka reynslu af ýmsum túlkunarverkefnum eins og:

 

- Foreldraviðtöl í leikskólum og grunnskólum.

- Viðtöl við félagsráðgjafa og Virk.

- Samtöl við sjúklinga á spítala og í heilsugæslu.

- Sálfræðiviðtöl.

- Viðtöl við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

- Lögregluviðtöl og túlkun í réttarsal

 

Farið er með öll gögn viðskiptavina með fyllsta trúnaði.

Erna Huld Ibrahimsdóttir hefur starfað sem þýðandi og túlkur síðan 2008. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 2010. Hún talar farsi/dari og nokkrar aðrar mállýskur af dari auk ensku og íslensku. Hún hefur þýtt birtar rannsóknir og gögn í Afganistan, og hefur starfað sem túlkur á ráðstefnum víðsvegar um heiminn. Seinustu ár hefur hún starfað fyrir Rauða krosinn, Jafnréttishús og Asetur sem túlkur og þýðandi á Íslandi. Í Afganistan vann hún fyrir Sameinuðu þjóðirnar í UNDP sem verkefnastjóri mastersnáms í kynjafræði. Hún er með BA-gráðu í lögfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Kabúl og hefur lagt stund á kynjafræði við Háskóla Íslands. Í gegnum nám hennar og reynslu af því að vera innflytjandi í Íran, Afganistan og Pakistan hefur hún öðlast góðan skilning á félagslegum og menningarlegum aðstæðum í þessum löndum.

HAFÐU SAMBAND

Hafðu samband við okkur 

Takk fyrir að hafa samband!

+354 774 6727

Contact
bottom of page